HUGLEIÐSLA VIÐ BLÓMAFRJÓVGUN

    Jarðarberin mín heitir þessi mynd Steina pípara.

    Steini pípari sendir myndskeyti:

    Ég pæli í hlutum eins og menn hafa séð sem lesið hafa skrif mín. Stundum hitnar mér í hamsi og þá er gott að kíkja á plöntunar mínar, ég er með tómatplöntur, ein tegundin heitir Boney M og er rússneskt afbrigði, síðan er ég með  bláberjarunna og jarðarber.

    Ég fara á milli blómana með pensli eins og býfluga og færi frjó á milli. Eftir eina yfirferð er ég strax rórri og get sest fyrir framan tölvuna og ritað svona eins og eina grein. Þegar ég les svo skrifin yfir spyr ég mig hvað sé ofsagt eða megi fara betur. Þetta krefst þolinmæðinnar sem hugleiðslan við ræktun blóma og blómafrjóvgun veitir mér.

    Auglýsing