HS-VEITUR HÆKKA MÆLALEIGU UM 150%

  Úr eyjar.net:

  Mörgum bæjarbúum hefur blöskrað gríðarleg hækkun á mælaleigu fyrir kaldavatnsmæla HS-Veitna. Samkvæmt seinustu reikningum frá HS veitum hefur gjaldið fyrir kaldavatnsmælana hækkað á milli mánaða um 150%.

  Gjaldið fer úr tæpum 15,75- kr. pr. dag í 39,25- kr. sem gerir mánaðarlega, miðað við 30 daga, hækkun úr um 470.- kr. í 1.177.- kr..

  Eyjar.net setti sig í samband við fulltrúa HS-Veitna vegna málsins. „Jú, ársleigan er 14.600 kr. pr/mæli og fyrir mánuðinn eru það að jafnaði rúmar 1.200 kr.” segir Sigurjón Ingi Ingólfsson, innheimtustjóri HS-Veitna.

  Sjá alla fréttina hér.

  Auglýsing