HROKI OG HUNANG

“Mannhrokinn er mjólk okkar og hunang,” orti Hannes Pétursson skáld fyrir margt löngu, orð að sönnu sem enn eiga við.

Í viðtali í tilefni af útkomu ljóðabókarinnar Haustaugu fyrir rúmum þremur árum sagði Hannes meðal annars þetta.

„Ég var hættur sko, hafði lagt þetta til hliðar. Ætlaði mér ekki að hafa þetta meira. Afgamlir karlar hafa vit á að þegja eins og fiskar. En svo fór eitthvað að suða.“

Auglýsing