HRINA UPPSAGNA UM ÁRAMÓT

  Úr bakherberginu:

  Búist er við hrinu uppsagna um áramót bæði hjá stórum og minni fyrtækjum. Uppsagnirnar bitna mest á fólki í ferðþjónustu og fjölmiðlum. Samkvæmt heimildum þá áætlar Gray Line að segja up 30-40 starfsmönnum vegna viðvarandi taps. Þá verða einhverjar uppsagnir hjá Kynnisferðum og Hópbílum, meðal annars vegna minni umsvifa í landsbyggðarkeyrslu og einnig hjá smærri rútufyritækjum. Þá mun Strætó BS segja upp fólki í þjónustuveri en hugsanlega ráða hluta af því aftur þegar skýrist með ferðaþjónustu fatlaðra og landsbyggðarkeyrslu. 

  Minni hótel út á landi og á höfuðborgarsvæðinu munu þurfa að minnka umsvifin og jafnvel loka vegna  mikils samdráttar og þau stærri munu íhuga uppsagnir.

  Þá er búist við því að Sýn segi upp fjölda manns meðal annars vegna tapreksturs og svo á að minnka umsvif fréttastofu Stöðvar 2; jafnvel að Bylgjan muni sjá um að lesa fréttir.

  Þá má búast við uppsögnum á Fréttablaðinu og Hringbraut. Þar á að hagræða til að minnka kostnað til að ná endum saman. Hringbraut hefur glímt við taprekstur og því á að snúa við og hugsanlega  að prófa að vera með lesnar fréttir úr Fréttablaðinu í 5 mín. kl. 18:00.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinLÍSA PÁLS (66)
  Næsta greinSAGT ER…