HREIÐUR STOPPAR BÍL

    Fuglinn hefur þurft að fara nokkrar ferðir til að safna í hreiðrið sem er haganlega gert - allt á einni nóttu.

    “Mamma og pabbi komast ekki langt næstu vikurnar. Þetta gerðist milli miðnættis og morguns í bílskúr í Hvalfjarðarsveitinni,” segir Sólrún Ásta Haraldsdóttir og vissulega skapar þetta vanda á heimilinu. Hreiður í rafmagnsinntaki bíls sem verður ekki hreyfður nema hreiðrið verði hreyft fyrst.

    Sólrúnu og foreldrum hennar hefur verið ráðlagt að færa hreiðrið á annan og öruggari stað – en fuglinn verður að sjá það gerast. Ekki er það minni vandi.

     

    Auglýsing