HÓTELÞERNUR LÍTILSVIRTAR

  Sunna Mjöll

  „Ég vann ung sem þerna á lúxushóteli fyrir 900 kr./klst á jafnaðarkaupi. Samstarfskonur voru margar í erfiðri stöðu, þekktu ekki réttindi sín og lítil tenging var við verkalýðsfélög. Ég hafði fína yfirmenn en ég get sagt ykkur að það er lítil virðing borin fyrir starfinu,” segir Sunna Mjöll  Sverrisdóttir, nú umhverfisverkfræðinemi.

  „Það er fullt í þessari verkalýðsbaráttu sem ég er ekki 100% sammála, frá báðum pólum. Ég vil bara segja að þetta er viðkvæmur hópur í samfélaginu sem hefur ekki haft rödd hingað til. Það er erfitt að slíta sér út í þrifum og mega síðan ekki taka sömu lyftu og gestirnir.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri grein
  Næsta greinSAGT ER…