HÓTEL REYKJAVÍK SETT Á HOLD Í LÆKJARGÖTU

  Ólafur Torfason og framkvæmdirnar í Lækjargötu.

  Samkvæmt heimildum innanbúðar hefur Ólafur Torfason eigandi Íslandshótela ákveðið að setja framkvæmdir við Hótel Reykjavík á ís tímabundið vegna “fordæmalausra” aðstæðna. Er nú unnið að því að loka byggingasvæðinu og tryggja sem best á meðan á stoppinu stendur.

  Hótelbyggingin er rétt að rísa úr grunni á einum viðkvæmasta stað í miðborg Reykjavíkur, líkt og Harpan var í Hruninu, og því spurt: Hvað gera borgaryfirvöld?

  Íslandshótel fékk úthlutað þessari lóð og verður að klára verkið en til stóð að opna hótelið í mars á næsta ári – sjá hér.

  Hugmyndir hafa komið fram um að húsnæðisfélög eins og Búseti taki þetta yfir, og jafnvel fleiri hótel í miðborginni, og breyti í íbúðir í samvinnu við Reykjavíkurborg en allt er þetta á viðkvæmu stigi eins og gefur að skilja á “fordæmalausum tímum”.

  Auglýsing