HORNIÐ Í HAPPY HOUR

    “Við ætlum aða reyna að opna fyrir mánaðamót,” sagði tengdasonur Jakobs veitingamanns á Horninu í Hafnarstræti þar sem hann var að sópa ryk úr gömlum kjallaratröppum bakatil við veitingastaðinn sem bráðum heldur upp á 40 ára afmæli sitt.

    Kjallaratröppurnar hafa ekki verið í notkun lengi en þarna var áður fyrr inngangur í gallerí og blúsbar í tengslum við Hornið en langt er síðan.

    “Nú er allt orðið svo fínt hérna í portinu hjá Bæjarsins bestu þannig að við ætlum að opna út og vera með huggulegan “happy hour bar” hérna í kjallaranum með sérinngangi og borð úti,” sagði tengdasonurinn á Horninu.

    Þegar það gerist verða tímamót í reykvískri veitingasögu. Þá gefst fólki í fyrsta sinn kostur á að fá sér bjór og eina með öllu – á Bæjarins bestu.

    Auglýsing