HÓPMÁLSÓKN Á HVAL HF

  Fjöldi starfsmanna sem störfuðu hjá Hval hf árin 2013- 2014 og 2015 hafa höfðað má á hendur Hval hf. Átta þessara mála verða tekin fyrir í Héraðsdómi Vesturlands þann 5.júní.

  Málsókn þessi kemur í kjölfar þess að Héraðsdómur Vesturlands kvað upp dóm í júní 2017 þar sem Krafan sem dómurinn samþykkti laut að sérstakri greiðslu sem getið er um í ráðningarsamningi starfsmanna, en dómurinn féllst á að Hvalur skyldi greiða umræddum starfsmanni 455.056 krónur ásamt dráttarvöxtum frá 19. janúar 2016. Hvalur hf. var einnig dæmdur til að greiða 500.000 krónur í málskostnað. Krafa stefnunnar var í fjórum liðum og var Hvalur sýknaður af þremur þeirra.

  Ágreiningur málsaðila laut að því að Hvalur hf. hélt því fram að sérstök greiðsla upp á 5.736 kr. fyrir hverja unna vakt, vegna skerðingar á hvíldartíma og ferða til og frá vinnustað, hafi verið inni í vaktakaupi starfsmannsins, en dómurinn tók undir kröfu VLFA um að starfsmenn hefðu mátt skilja ráðningarsamninginn þannig að þessi greiðsla væri til viðbótar vaktakaupi.

  Talið er að fordæmisgildi dómsins nái til allt að 130 starfsmanna  og að það geti kostað Hval hf 200 milljónir ef allir fara í mál en það er sami lögræðingur sem vann málið í júní 2017 sem er með flest málin.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinCLAUSEN (50)