HNETURUGL Í KRÓNUNNI

    Andri og hneturnar í Krónunni.

    “Vil benda á undarlega starfshætti Krónunnar,” segir Andri Freyr Sigurðsson sem vinnur hjá Dominos:

    “Eru að selja ákveðna tegund af hnetum, Forest Feast. Var svo ekki til í ákveðinn tíma en kom aftur í nýjum en mjög svo svipuðum umbúðum. Eini munurinn er að pakkinn er núna 120gr í staðinn fyrir 250gr. Sama verð er þó enn rukkað per pakkningu. Hafði samband við Krónuna og fékk svar um að þetta yrði skoðað en sökinni að mestu skellt á verðhækkanir birgja. Í mínum augum þá yrði verðhækkunin að vera nokkurn veginn margföld til að réttlæta rúmlega 100% verðhækkun til neytenda. Núna, 20. október, er verðið enn hið sama uppí hillu og því lítið að marka þá “skoðun” sem fór fram hjá þeim.”

    Auglýsing