Lögð hefur verið fram fyrirspurn til borgaryfirvalda um hvort breyta megi hótelinu Hlemmur Square í 36 íbúðir en hótelinu var lokað fyrir skömmu líkt og mörgum öðrum:
“Á síðasta fundi skipulagsfulltrúa Reykjavíkur var Lögð fram fyrirspurn Gunnlaugs Jónassonar dags. 5. janúar 2021 ásamt bréfi dags. 5. janúar 2021 um að gera allt að 36 íbúðir á 3., 4. og 5. hæð hússins á lóð nr. 105 við Laugaveg, samkvæmt uppdráttum.”
Þýski hótelstjórinn og hönnuðurinn, Klaus Ortlieb, einn úr eigendahópnum, er á leið úr landi og hefur fengið tilboð um reksturs hótels í Marrakech í Marokkó:
“Vasar mínir eru ekki endalaust djúpir,” segir hann.