HJÓLREIÐAMAÐUR Á 244 ÞÚSUND

  Dagur B. Eggertsson og Hjálmar Sveinsson úti að hjóla.

  Úr Ráðhúsinu:

  Heildarfjárútlát Reykjavíkurborgar vegna þrenginga gatna, forgangsakreina strætó og hljólreiðastíga á síðustu 2 kjörtímabilum núverandi meirihluta borgarstjórnar eru svona:

  78% fóru í hjólreiðastíga eða rúmlega 2,2 milljarðar.

  8% fóru í þrengingu gatna eða 226 milljónir.

  14% í forgangsakreinar fyrir Strætó eða 406 milljónir.

  Fjöldi strætófarþega, samkvæmt skýrslu stjórnar Stætó 2016, voru 45.000 farþegar á dag. Í hjólreiðaáætlun Reykjavíkurborgar kemur fram að árið 2014 hafi 9.000 manns notað reiðhjól til að hjóla til og frá vinnu. 

  Þetta gerir ca. 9.000 krónur á hvern strætófarþega og ca. 244.000 á hvern hjólreiðamann.

  Auglýsing