
“Hjólafjöldinn í starfsmannageymslu HR hefur tvöfaldast milli hausta. Þar eru nú að jafnaði 40 reiðhjól og 20 rafhjól. Staffið telur um 300 manns,” segir Stefán Hrafn Hagalín samskiptastjóri Háskólans í Reykjavík:
“Gjaldskylda í bílastæði við vinnustaði og skóla myndi þrefalda fjöldann á augabragði og núlla út þörf á tugmilljarða mannvirkjum. Lífsnauðsynlega bílafækkun og orkuskipti þarf að tækla eins og reykingar. Þrengjum að bílum og gerum það óþolandi dýrt og óþægilegt að nota þá. Þar með skiptum við öll yfir í umhverfisvænar samgöngur og knýjum fram almenningssamgöngubætur og lestir segir Bjössi frændi alltaf.”