HITNAR UNDIR ÓLA PALLA OG HELGA

    Óli Palli og Helgi.

    Farið er að hitna undir Ólafi Páli Snorrasyni þjálfara úrvalsdeildarliðs Fjölnis í Grafarvogi. Fjölnir er er í þriðja neðsta sæti með 12 stig, sama stigafjölda og í 11. umferð á síðasta ári.

    Óli Palli kemur frá FH þar sem hann var aðstoðarþjálfari Heimis Guðjónssonar sem var sagt upp hjá FH en Óli Palli spilaði á sínum tíma með Val, Bolton Wanderers, Fjölni, Stjörnunni og Fylki.

    Þá er einnig farið að krauma undir Helga Sigurðssyni þjálfara Fylkis sem er í næst neðsta sæti með 11 stig en Fylkir kom upp um deild. Helgi hefur þjálfað Fram og Víking og lék með íslenska landsliðinu og var atvinnumaður í Þýskalandi, Noregi, Grikklandi og Danmörku.

    Auglýsing