HITNAR UNDIR KRISTJÁNI

    Úr sportdeildinni:

    Farið er að hitna all verulega undir Kristjáni Guðmundssyni þjálfara Stjörnunar í Pepsi Max deild kvenna knattspyrnunnar. Stjarnan sem hefur verið við toppinn undanfarin ár er í botnbaráttu með aðeins 10 stig og ekki eru miklar líkur á því að liðið nái sér á strik miðað við gengi liðsins. Ólafur Þór Guðbjörnsson hefur þjálfað Stjörnuna síðustu ár en hann lét af störfum eftir tímabilið síðastliðið í fyrra. Ólafur gerði frábæra hluti með Stjörnuliðið og gerði þær meðal annars tvisvar sinnum að Íslandsmeisturum og tvisvar sinnum að bikarmeisturum. Stjarnan endaði í þriðja sæti Pepsi deildar kvenna í fyrra. Kristján gerði tveggja ára samning við Stjörnuna síðastliðið haust  nú er spurning hvort sá samningur sé á enda.

    Auglýsing