HILTON Í FÆREYJUM

  Frá Færeyjum:

  Í september árið 2018 sameinuðust færeyska flugfélagið Atlantic Airways og Tryggingar og  lífeyrisjóðafélagið LÍV um að byggja fjögurra stjörnu hótel í Færeyjum undir merki Hilton og verður það hluti af þeirri heimsfrægu keðju. Mun það heita Garðurinn í Færeyjum.

  Verkið gengur vel en á bilinu 40-50 manns vinna við það alla daga og stefnt er að því  að það verði opnað fyrir fyrstu gestina sumarið 2020. Herbergin verða glæsileg og útsýnið eftir því.

  Local.fo greindi frá.

  Hilton á fullu í Færeyjum.
  Auglýsing