HILDUR ROKSELDI Í MELABÚÐINNI

    Hildur Björnsdóttir, stjörnuframbjóðandi sjálfstæðismanna í Reykjavík, rokseldi innkaupapoka merkta Sjálfstæðisflokknum fyrir framan Melabúðina sídegis í dag.

    Sjálfstæðispokarnir eru margnota og stóðust fæstir viðskiptavina verslunarinnar mátið þegar Hildur stóð í vegi þeirra í búðardyrunum og spurði með bros á vör: “Má bjóða þér poka.”

    “Já takk!” sögðu flestir.

    Auglýsing