HILDUR 3 ÁRA

  Guðmundur Árni

  “Þetta er hún Hildur. Líklega þriggja ára, því myndirnar eru teknar um mánaðamótin september/október 1985 – í Amsterdam. Ég var að byrja í LSE, ætlaði að vera einn til jóla, en frú I. fylgdi mér á staðinn. Við giftum okkur nokkrum dögum áður, þannig að þetta var brúðkaupsferð í bland. Af einhverri ástæðu var erfitt að komast beint til London akkúrat á þeim dögum sem hentuðu, þannig að við stoppuðum í nokkra daga í Amsterdam. Hvað var þá eðlilegra en að fá að gista hjá Ingveldi og Guðna?” segir Guðmundur Árni Rúnarsson fyrrum bæjarstjóri í Hafnarfirði og heldur áfram:

  “Þessi minning hefur leitað mjög á mig núna meðan sigurganga Hildar hefur verið í sviðsljósinu. Að þessi litla skotta, sem fór með okkur um alla borg og spurði og spurði skuli vera búin að fá Óskarsverðlaun – ofan á allt hitt. Ég er með heilan sandstrók í augunum. Ég er að springa úr stolti og finnst eins og ég eigi eitthvað í henni, sem er auðvitað jafn mikið af og frá og hjá öllum hinum Íslendingunum sem finnst þeir eiga eitthvað í Hildi.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinEVA GABOR (101)