HERÓP ELDRI BORGARA

  Áhyggjulaust ævikvöld? heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Allir flokkar hafa lofað að bæta kjör eldri borgara. Sjálfstæðisflokkurinn undir stjórn Bjarna Ben lagði sérstaka áherslu á þetta og sendi bréf með sínu loforði.

  Steini er ekki bara pípari, hann er líka pælari.

  Þeir nota sumir reikningskúnstir til að sýna einhverja bót en raunin er að ekki er hægt að lifa á lúsinni sem veitt er.

  Hvaða hópur er þetta svo sem er verið að svíkja?

  Er það millistéttarfólkið sem skreytir Gráa herinn, sem hefur í sig og á en vill meira?

  Nei, það eru þeir hlutar samfélagsins sem hafa stritað alla ævi fyrir lágmarkslaunum þrátt fyrir mikilvægi starfa þeirra.

  Kúgunin heldur áfram og stjórnmálaflokkarnir vita að þetta fólk hefur ekki haft hátt. Það hefur kosið sama flokkinn alla ævi og heldur áfram hvað sem hann gerir.

  Félagslegir flokkar eru engu betri en hinir, jafnvel Framsóknarflokkurinn með félagsmálin á sinni könnu, yppir öxlum.

  Auglýsing