Forsíða      Fréttir      Sagt er...     

HERDÍS Í CNN Í TYRKLANDI

Herdís Kjerulf Þorgeirsdóttir, fyrrum forsetaframbjóðandi og varaforseti Feneyjarnefndarinnar, var í einu aðalhlutverkanna í frétt CNN í Tyrklandi fyrir nokkrum dögum

Feneyjarnefndin er lögfræðilegur ráðgjafi Evrópuráðsins um stjórnskipuleg málefni og mannréttindi í aðildarríkjunum 47 en umfang nefndarinnar nær orðið langt út fyrir Evrópuráðið því Bandaríkin, ríki Suður-Ameríku, Afríku og Asíu eigia í henni fulltrúa.

Í ferð til Ankara um daginn ræddi Herdís og aðrir nefndarmenn við stjórnvöld, bæði fulltrúa stjórnar og stjórnarandstöðu, dómara, embættismenn og blaðamenn en hópur sérfræðinga á vegum nefndarinnar fer nú yfir áhrif neyðarlaganna, sem sett voru í júlí á síðastliðinu ári í kjölfar misheppnaðs valdaráns, á fjölmiðla í landinu.

Um 190 fjölmiðlafyrirtækjum hefur verið lokað; þúsundir blaðamanna hafa misst vinnu og þekktir blaðamenn verið ákærðir á grundvelli hryðuverkalaga.

“Ég mun tala fyrir álitsdrögum nefndarinnar á aðalfundinum í næstu viku,” segir Herdís.

Sjá frétt CNN hér!

Fara til baka


VEGLEGAR GJAFIR STEINGRÍMS

Lesa frétt ›ÍSLENSKUR MATUR Í ALJAZEERA

Lesa frétt ›NÝTT FRAMBOÐ – SEGJA VINSTRIMENN Í VINNU FYRIR STÓRKAPÍTALISTA

Lesa frétt ›SÍLÍKONAN

Lesa frétt ›ÞJÖKUÐ AF SEKTARKENND

Lesa frétt ›EINAR BÁRÐAR SELUR REIÐHJÓL

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Hallgrímur Helgason rithöfundur sé að fara að ferma.
Ummæli ›

...að vinsældalistinn sé stuttur í dag.
Ummæli ›

...að Vigdís Grímsdóttir rithöfundur hafi tekið sína fyrstu selfí í morgun og segir: Fyrsta sjálfsmyndin. Jahérna hér.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

  1. ELLÝ ÁRMANNS KARTÖFLUDROTTNING Í ÞYKKVABÆ: Ellý Ármanns, spákona og kynþokkafyllsta sjónvarpsþula Íslandssögunnar, er að koma sér fyrir í k...
  2. CATALINA VILL HAFA ÞÁ UNGA: Miðbaugsmaddaman Catalina, þekkt úr bókinni Hið dökka man, er fyrir yngri karlmenn. Sjálf er ...
  3. SVEITABÖLL ENDURVAKIN Í REYKJAVÍK: Það var í nógu að snúast hjá starfsmönnum Háskólabíós eftir tónleika Síðan Skein Sól um helgina ...
  4. SUNDHÖLLIN 80 ÁRA: Haukur Haraldsson skrifar: --- Sundhöllin í Reykjavík var opnuð 23. mars 1937 að viðstöddum Pé...
  5. NÝTT FRAMBOÐ – SEGJA VINSTRIMENN Í VINNU FYRIR STÓRKAPÍTALISTA: Hafinn er undirbúningur að nýju framboði Í Reykjavík fyrir næstu sveitarstjórnarkosningar 2018. Hópu...

SAGT ER...

...að það hafi aldrei verið betra ástand á Íslandi en nú til að fá ungt fólk til að flytja aftur heim í foreldrahús. (Faðir sem saknar barnanna sem fluttu).
Ummæli ›

...að Hallgrímur Helgason sé ánægður með Tímaþjófinn sem Þjóðleikhúsið frumsýndi um helgina:  Æðisleg sýning. Enn einn leiksigur Nínu Daggar Filippusdóttur á þessum vetri og sannkallaður textasigur líka hjá Steinunni Sigurðardóttur. Yfirmáta sannar og sárfyndnar línur og svo bara rammklassískt fagrar: "Á meðan skósólar snerta jörð, þá elska ég þig." Nú langar mann til að lesa aftur bókina sem kom út fyrst 1986, hugsið ykkur. En þannig virkar víst litteratúrinn, hann getur ekki dáið ef hann er góður. 
Ummæli ›

...að Jónina Ben sé sextug í dag. Hún er að heiman. Í Póllandi.
Ummæli ›

...að þennan fína mjöð hafi Jón Pálmason, kenndur við Hagkaup og bróðir Ingibjargar Pálma og þeirra systkina, látið brugga og merkja fyrir sig fyrir mörgum árum þegar Guðni Ágústsson var uppá sitt besta og vildi meina að staður konununnar væri á bak við eldavélina en ekki á vinnumarkaði. Guðna líkaði ölið mjög og keypti upp framleiðsluna.

Ummæli ›

Meira...