HÉR VAR HITAMETIÐ SLEGIÐ FYRIR 82 ÁRUM

    Ingþór og málverkið - Olía á striga • 120 x 60 cm

    “Var beðinn um að gera málverk af Búlandstindi sem kláraðist sl. mánudag,” segir Ingþór Ingólfsson og er ánægður með:

    “Sjónarhorn frá Freyjunesi við Framnes og þarna sést í bæinn Teigarhorn sem er þekktur fyrir geislasteina og heldur hitametinu á Íslandi sem hefur ekki verið slegið í 82 ár þegar þarna mældist 30°C stiga hiti. Þarna var ég í sveit sem krakki á hverju sumri og hver einasta þúfa er ennþá kunnugleg í dag. Var mjög skemmtilegt að mála þessa en öll klettabeltin í tindinum voru samt frekar strembin.”

    Sjá meira.

    Auglýsing