HELVÍTI Á SPÁNI

Hrafnhildur ekki í sólskinsskapi á Spáni.
“Við fluttum hingað til spánar 10. janúar. Við tókum húsnæði á leigu í mánuð í La Marina til að vera í á meðan við leituðum að langtímaleigu. En málið er að íbúðin er viðbjóðsleg. Það er allt að. Við getum ekki farið í sturtu né eldað okkur mat og varla sofið. Við erum 5 manna fjölskylda þar af 2 einhverfir og hafa síðustu dagar verið helvíti,” segir Hrafnhildur Eva Ingibergsdóttir og heldur áfram:
“Því langar mig að athuga hvort þið getið aðstoðað okkur í að finna annað húsnæði helst strax í dag. Okkur nægir 3 svefnherbergi en það þarf að vera rúm fyrir alla. Helst í næsta nágrenni við La Marina.”
Auglýsing