HÉLT AÐ AMMA SÓLA HÓLM VÆRI ELVIS PRESLEY

    Amma Sólmundar, ekki Presley.
    Viktoría og Sólmundur

    Fjölmiðlakonan Viktoría Hermansdóttir, eiginkona uppistandarans og sjónvarpsmannsins Sólmundar Hólm, var að skoða gamlar fjölskyldumyndir úr fórum eiginmannsins og rakst þá á þessa:

    “Hún Viktoría hélt að þessi mynd væri af Elvis Presley rétt áður en hann dó. Nei, nei. Þetta er Auður amma mín að lenda á Kanarí í sinni fyrstu utanlandsferð 1978,” segir Sólmundur og leiðrétti þar með misskilninginn.

    Auglýsing