HELSINKI ER BORGIN SEM REYKJAVÍK ÆTTI AÐ REYNA AÐ VERA

    "Eitt sem við þurfum að læra, og getum lært af Finnum, er að strætó þarf ekki að skila þér heim að dyrum."

    “Það ætti einhver að senda Guðmund Fertram hingað til Helsinki að sjá hvað almennilegar almenningssamgöngur gera,” segir Ólafur Örn Steinunnar Ólafsson veitingamaður:

    “Hef farið víða hér, og það sem er eftirtektarverðast samgöngulega er að það er ekki nema einn og einn bíll á stangli, meira að segja á stærstu götunum og flestir taka strætó eða hjóla. Eitt sem við þurfum að læra, og getum lært af Finnum, er að strætó þarf ekki að skila þér heim að dyrum. Það er allt í fínu að labba 5 -7 mínútur að og frá næstu stoppistöð. Ég held að Helsinki sé borgin sem Reykjavík ætti að reyna að vera þegar hún er orðin stór.”

    Auglýsing