HELMINGUR VILL EKKI GÆLUDÝR Í STRÆTÓ

  Á fundi stjórnar Strætó fyrr í mánuðinum var samþykkt að veita framkvæmdastjóra heimild til að undirbúa tilraunaverkefni til eins árs þar sem heimilt er að fara með gæludýr í strætó.

  Í samræmi við heimildina frá umhverfis-og auðlindaráðuneytinu hefur Strætó látið gera þrjár kannanir á viðhorfi farþega og vagnstjóra til gæludýra í vögnum. Niðurstöður sýna að um helmingur farþega og vagnstjóra eru jákvæðirog/eða mjög jákvæðir gagnvart verkefninu og þar af leiðandi helmingur ekki.

  Heildarfjöldi kvartana/ábendinga sem hægt er að tengja við verkefnið eru tíu frá því verkefnið fór að stað og þar til í lok janúar 2019.

  Næsta skref er að kalla saman samráðshóp til að útfæra samræmingu á flutningi farþega og gæludýra í strætó með tilliti til kosta og galla.

  Stjórn Strætó vill fá varanlega heimild til að hafa gæludýr í Strætó þrátt fyrir að helmingur farþega og vagnstjóra vilji ekki fá þau í vagnana gulu.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinSAGT ER…