HELMINGI HÆRRA SKILAGJALD Á FLÖSKUM Í FINNLANDI

    Ánægður veitingahúsgestur með Pellegrino á borði.

    Ítalska Pellegrino sódavatnið sem selt er víða á veitingahúsum í Reykjavík, líklega keypt í Costco, er vinsælt á borðum. Athygli vekur að á flöskunum er skilagjald sagt 0,22 evrur, 33 íslenskar krónur, og gildir það í Finnlandi þaðan sem sódavatnið kemur miðað við merkingar. Skilaverð á Íslandi er helmingi lægra eða 16 krónur.

    Menn hafa velt fyrir sér þeirri viðskiptahugmynd að safna flöskum og dósum á Íslandi, flytja út til Finnlands og græða helmingi meira en hér heima. Aðeins spurning um flutningaskostnað sem ekki er ljóst hver er.

    Auglýsing