HELGI HJÖRVAR MEÐ GISTIHEIMILI Á SNORRABRAUT

    Helgi Hjörvar og Þórhildur Elín kampakát með 12 ára starfsleyfi gistihússins.

    Félag í eigu Helga Hjörvar fyrrum alþingsimanns og Þórhildar Elínar eiginkonu hans hefur fengið leyfi fyrir rekstri gistiþjónustu við Snorrabraut 83  til 12 ára. Þetta kom fram á afgreiðslufundi Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur:

    Hallgríms Guesthouse á Snorrabraut.

    “Lögð fram umsókn Hafþórsstaða ehf., kt. 670415-0580, dags. 23. mars 2023, um starfsleyfi fyrir gististað; gistiskála (Hallgríms Guesthouse) að Snorrabraut 83, F2012146, rými 010201, gestafjöldi 8, F2012145, rými 010101, gestafjöldi 8 og F2012144, rými 010001,gestafjöldi 6. Eigendaskipti.
    Samþykkt að veita starfsleyfi til 12 ára með Starfsleyfisskilyrðum heilbrigðisnefndar
    Reykjavíkur fyrir samkomustaði. Skilyrt er að rekstraraðili geri allt sem í hans valdi stendur
    til að koma í veg fyrir ónæði, sbr. ákvæði reglugerða nr. 724/2008 um hávaða og nr.
    941/2002 um hollustuhætti. Gestafjöldi samtals 22.”

    Skipulagsfulltrúi  hafnaði beiðni þeirra hjóna um að koma fyrir gistiþjónustu í bílskúr við húsið með þessum orðum::

    “Samkvæmt aðalskipulagi er Snorrabraut 83 staðsett á íbúðasvæði við aðalgötu og meðfram aðalgötum er heimil fjölbreyttari landnotkun. Bílskúrinn sem um ræðir snýr þó að Auðarstræti sem ekki er við aðalgötu en þá gildir ekki ákvæði um fjölbreyttari landnotkun og því ei heimilt að vera með gististað í flokki ll. Aðeins er heimilt að vera með gistileyfi í flokki I, heimagistingu í 90 daga á ári.Niðurstaða: Ekki er hægt að fallast á erindið við veitingu rekstrarleyfis fyrir gistingu í flokki II í bílskúr á lóð nr. 83 við Snorrabraut, samræmist ekki aðalskipulagi.”

    Auglýsing