HELGA ÞVÆR STÖÐUMÆLA

  “Ég er búin að þrífa 20 stykki í dag,” sagði Helga hjá Bílastæðasjóði sem hefur það verkefni að hreinsa graffití og límmiða af stöðumælum í Reykjavík.

  Hún stóð í veðurblíðunni i dag á horni Bárugötu og Ægisgötu með sápulög  og bursta í fötu.

  “Það er erfitt að eiga við þetta því borgin vill að við notum umhverfisvæn hreinsiefni og þau eru eins og þau eru,” sagði Helga en þetta var 20. stöðumælirinn sem hún hreinsaði í dag.

  “Einu sinni tók ég alla Njálsgötuna frá Klapparstíg að Snorrabraut og daginn eftir þegar ég ók götuna var búið að spreyja á alla stöðumælana aftur.

  – Vonlaust verk?

  “Endalaust verk.”

  Auglýsing