HELGA HJÖRVAR (51) OG ÁSTIN

Helgi Hjörvar fyrrum alþingismaður er afmælisbarn dagsins (51) og um óskalagið segir hann:

Hrifnæmur maður eins og ég á mörg uppáhaldslög, en Nothing Compares 2 U – Princelagið í flutningi Sinéad O´Connor er lagið okkar Þórhildar. Það tengist sterkt fyrstu árunum okkar fyrir rúmum aldarfjórðungi þegar við áttum að vera aðskilin í 8 vikur vegna skiptináms Þórhildar í Danmörku. Það var heitu hjarta óbærilegt og endaði með að ég í rauðabýtið einn morguninn hringdi á leigubíl, lét aka mér útí Leifsstöð þar sem ég gekk að afgreiðsluborðinu og spurði klukkan hvað fer næsta vél til Kaupmannahafnar og hvar kaupi ég miða? Löngu síðar var Þórhildur í Bónus á Hallveigarstíg þegar hún rakst á Sinéad O‘Connor sem var að kaupa í matinn. Hún var þá gestur hjá John Grant sem tók Ástarsorg svo fallega í Austurbæ um árið. Svona er nú heimurinn oggulítill.

Auglýsing
Deila
Fyrri greinSAGT ER…
Næsta greinSAGT ER…