HELENA AFTUR HEIM

    Helena í ham.

    Sportdeildin:

    Samkvæmt góðum heimildum mun Helena Sverrisdóttir landsliðskona í körfuknattleik tilkynna í lok tímabilsins að hún muni ganga í raðir Hauka síns gamla félags frá Val en Valur er í mikilli baráttu um Íslandsmeistaratitilinn í körfubolta og hún ætlar sér að klára tímabilið með því að verða Íslandsmeistari þar.

    Helena hefur bæði leikið erlendis og innanlands og verið bikarmeistari og landsmeistari hvar sem hún hefur farið. Þrisvar bikarmeistari í Slóvakíu með Good Angels Kosice og tvisvar deildarmeistari. Þrisvar Íslandsmeistari og bikarmeistari með Haukum. Þá hefur hún 11 sinnum verið kosinn leikmaður ársins á Íslandi.

    Auglýsing