HEIMSENDASPÁMENN RÍKISINS

  Heimsendaspámaður heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Sumir menn, sem oftar en ekki eru heimsendaspámenn, og starfa hjá ríkinu átta sig ekki á því að peningarnir verða ekki til í ríkiskassanum.

  Steini pípari

  Nú er hætta á að þungaiðnaðurinn sem bæði hefur skilað sköttum, keypt rafmagn og skapað atvinnu hverfi til Kína. Það hlakkar í mörgum ríkisstarfsmanni af því jú að hann mengar eitthvað. Svo var voðalega vont að beisla árnar til orkuframleiðslu. Þeir telja að þeir haldi vinnunni vegna þess að ríkiskassinn skaffar þeim laun.

  Það verður líka svo gífurlega gott fyrir framtíðar kynslóðir að lifa á ríkiskassanum sem að þeirra mati er ótæmandi. Þegar álverin loka átta hinir sig á því að það var gott að hafa þau hér og reyna hið snarasta að fá hingað ný fyrirtæki til að kaupa af okkur orkuna. Þegar það hefur náðst segja ríkisstarfsmennirnir; „Við sögðum þetta. Ríkiskassinn er ótæmandi.“

  Auglýsing