SPORTBOMBA – HEIMIR TEKUR VIÐ ÍBV

  Sportdeildin spáir í spilin:

  Strax er farið að huga að breytingum á þjálfarateymum í Pepsideild karla í knattspyrnu.

  Hjá Grindavík er talið líklegt að annað hvort Þorvaldur Örlygsson eða Kristján Guðmundsson þjálfari  ÍBV  taki við liðinu af Óla Stefáni Flóventssyni en hins vegar hefur nafn  Ólafs Kristjánsson þjálfara  FH líka heyrst en fullvíst er talið að ef FH nær ekki Evrópusætinu þá sé staðan hans  tvísýn.  

  Logi Ólafsson verður að öllum líkindum ekki áfram með Víking en þeir sem gætu tekið við Víkingi eru  Helgi Sigurðsson núverandi þjálfari Fylkis og  Þorvaldur Örlygsson.

  Sú ráðning sem á eftir að koma mest á óvart er að Heimir Hallgrímsson fyrrverandi landsliðsþjálfari tekur við liði ÍBV en Eyjamenn ætla sér stóra hluti á næstu leiktíð.

  Auglýsing