HEIMIR Á HELJARÞRÖM Í KATAR

    Fréttaritari í Arabíu:

    Lítið sem ekkert hefur gengið hjá Heimi Hallgrimssyni fyrrverandi landsliðsþjálfara og liðinu sem hann þjálfar Al Arabi í Katar. Í fimmtán leikjum hefur liðið aðeins unnið fimm, tapað fimm og gert fimm jafntefli, er í fimmta sæti og hefur ekki sigrað í síðustu fjórum leikjum. Þolinmæði forráðamanna Al Arabi er á þrotum. Þó svo að liðið sé komið í undanúrslit bikarsins segja þarlendir fjölmiðlar að Heimir fái ekki marga sjensa ef liðið fer ekki að vinna leiki þó svo að hann sé með samning til ársins 2021.

    Auglýsing