HEILBRIGÐISEFTIRLITIÐ PÖNKAST Á BRAUÐ & CO Í ÓLEYFI

    Heilbrigðiseftirlitið í Reykjavík er byrjað að birta niðurstöður heimsókna í matvælafyrirtæki. Fyrirtækjum er gefin einkunnin 1-5 eftir frammistöðu. Það fær reyndar enginn 5, en flestir einkunnina 3-4. Sjá hér.

    Merkilegt er að flottustu veitingastaðir borgarinnar og bakarí fá mjög lélega einkunn t.d. gæðabakaríið Brauð & Co sem fær 2 sem er næst skref fyrir ofan lokun.

    Mikil óánægja er meðal stjórnenda fyrirtækja sem við sögu koma því þarna eru ekki öll fyrirtæki, bara sum. Telja þeir að engin heimild sé í lögum fyrir birtingu niðurstaðnanna og heilbrigðiseftirlitið því að brjóta lög. Heilbrigðiseftirlitið fari offari og sé komið langt út fyrir valdsvið sitt. Jafnvel orðið skaðabótaskylt gagnvart þeim fyrirtækjum sem það hefur sett á netið því aðeins er lítill hluta fyrirtækja sem eru í matvælaframleiðslu í borginn séu komin á heimasíðuna.

    Eins og sést á umræddum lögum – smellið hér – er eftirlitið í algjöru óleyfi, enda er ráðherra ekki einu sinni búinn að búa til reglugerð um fyrirhugaða birtingu. 

    Auglýsing