HEIDI HJÁ ÓFEIGI

    Heidi Strand opnar sýningu á velþekktum Fiber Art myndum sínum (nálaþæfingu) í Listhúsi Ófeigs á Skólavörðustíg á laugardaginn. Sýninguna nefnir hún Heiði.

    Heidi Strand er fædd í Noregi en hefur búið á Íslandi frá því um tvítugt. Hún var í listnámi í Noregi og náði þar fljótt góðum tökum á textíl af ýmsu tagi. Hún hélt sína fyrstu einkasýningu í Ásmundarsal árið 1982. Síðan þá hefur hún haldið einkasýningar á Norðurlöndum öllum og er sýningin í Listhúsi Ófeigs sú 29. í röðinni. Heidi hefur einnig tekið þátt í fjölmörgum sam- og farandsýningum í bæði Evrópu, Bandaríkjunum og Japan, þar sem alþjóðlegar dómnefndir velja verkin, og hafa sumar þessara sýninga farið víða um. Heidi hefur náð alveg sérstökum tökum á nálaþæfingu og í Listhúsi Ófeigs sýnir hún myndverk af ýmsum stærðum tengd íslenskri náttúru, bæði af kindum en ekki síður af fuglum sem hafa lengi verið henni hugleiknir.

    Auglýsing