HAUGHÚSASÝSLAN SELD

    Úr ársfjórðungsritinu Hrepparíg:

    Kalmann oddviti hafði mors-samskipti við kaupandann, eftir að Hrappur stjórnarformaður seldi sýsluna í ölæði. Kaupandinn, lítt þekkt ítölsk fjölskylda kennd við Cosa Nostra, hét því að viðlögðum drengskap, að hækka ekki umsýslugjald til hreppsbúa .*) Innviður fjósameistari mun ekki verða fluttur úr landi, en Ísbjörg ritari er alveg til í að skreppa í sólina öðru hvoru.

    *)… á þessu ári.
    Auglýsing