Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

ÁSTIN MÍN OG GUÐNI

Lesa frétt ›FARTÖLVA Á TÆPA MILLJÓN

Lesa frétt ›KEYPTI MIÐA Á 500 EVRUR

Lesa frétt ›WORLD CLASS OG LÍN Á ELLIHEIMILI

Lesa frétt ›HIÐ OPINBERA TALAR EKKI ÍSLENSKU

Lesa frétt ›SJÓNVARPSSLSYS STÖÐVAR 2 Í IÐNÓ

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að hundur, ættaður úr Biskupstungum, hafi étið kosningabækling Davíðs Oddssonar með áfergju um leið og hann datt í hús.  
Ummæli ›

...að hingað hafi borist fréttaskot á dögunum þess efnis að Ingibjörg Sólrún væri að undirbúa endurkomu í íslensk stjórnmál ásamt vinum sínum og þótti með ólíkindum þannig að ekkert var við gert. En eftir lestur forsíðuviðtals við hana í Fréttablaðinu bendir ýmislegt til að fréttaskotið hafi ekki verið svo galið.
Ummæli ›

...að Halla Tómasdóttir sé á fljúgandi siglingu í forsetakosningunum, flott kona og flott nafn erlendis; Halla, allir geta sagt og skilið nema kannski Frakkar sem sleppa h-áinu í framburði og þá myndi Halla heita Alla, líkt og spámaður múslima þegar hún færi að hitta Francois Hollande forseta Frakklands - og það væri ekki gott.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. MAÐURINN SEM SÖNG NÝJA ÞJÓÐSÖNGINN – ÉG ER KOMINN HEIM: Íslendingar eru farnir að syngja nýjan þjóðsöng á kappleikjum; Ég er kominn heim sem Óðinn Valdi...
 2. BRÚÐKAUP ÁRSINS Í DÓMKIRKJUNNI:   Listaprófessorinn Goddur tók þessar myndir í brúðkaupi Ragnar Kjartanssonar og Ingibjargar ...
 3. VILJA ÖRVHENTAN VEÐURFRÆÐING: Austfirðingar eru margir óánægðir með staðsetningu veðufræðinga á sjónvarpsskjánum og vilja færa þá ...
 4. SJÓNVARPSSLSYS STÖÐVAR 2 Í IÐNÓ: Bergmál í hljóðútsendingu var þvílíkt að jafnvel endurnar á Tjörninni syntu í suður og út í hólma þe...
 5. MÁ BJÓÐA YKKUR SÆTI?: Strax og Dagur borgarstjóri er búinn að klippa. Bekkir í Tjarnargötu gegnt Ráðherrabústaðnum. ...

SAGT ER...

...að flugmiðarnir frá París til Nice hafi hækkað um helming á aðeins tveimur tímum í gærkvöldi eftir að ljóst var að Íslendingar myndu mæta Englendingum þar eftir helgi á EM.
Ummæli ›

...að á meðan Gummi Ben fer á kostum í knattspyrnulýsingum á EM situr tengdafaðir hans, Ingi Björn Albertsson, einn slyngasti knattspyrnumaður Íslendinga frá upphafi, í rólegheitum fyrir utan krá sína í Kaupmannahöfn.
Ummæli ›

...að rafmagnsbílakóngurinn og væntanlegur geimfari, Gísli Gíslason lögfræðingur, hafi nef fyrir því að hitta réttu mennina á réttum tíma og réttum stað og hann segir - á ensku: Most important guys today: Guðmundur - Johann Berg's father and Sigurdur - Gylfi Thor's father. The sons are most likely to score tonight.
Ummæli ›

...að Andrés Jónsson almannatengill eigi spurningu dagsins: Hver er framleiðnin á Íslandi núna? Er búið að uppfæra þjóðhagsspá? 10% vinnandi fólks í París og restin að naga neglurnar.
Ummæli ›

Meira...