Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

MEÐ STÓRA KÓK Í GLERI Á FJÖLLUM

Lesa frétt ›BOGFIMI OG BANANAR FYRIR BÖRNIN

Lesa frétt ›SALA Á SÉÐ OG HEYRT ÞREFALDAST

Lesa frétt ›Dorrit Moussaieff umdeildri veislu hjá Tony Blair á föstudagskvöldið

Lesa frétt ›EINKASUNDLAUG Á HRINGBRAUT

Lesa frétt ›RAFVIRKI STUÐAR KONUR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Hugleikur Dagsson sendi frá sér tvær nýjar bækur í dag: Popular Hits III og You are Nothing. Popular Hits III er þriðja og jafnframt síðasta bókin í seríunni þar sem snúið er miskunnarlaust út úr titlum valinkunnra dægurlagaperlna. You are Nothing er þriðja safnritið með bestu teikningum Hugleiks en fyrri tvær bækurnar eru I Like Dolphins og hin margrómaða My pussy is Hungry. Efnistök í þessum nýjustu bókum Hugleiks eru kunnugleg aðdáendum hans; þar er meðal annars tæpt á áfengissýki, firringu, undarlegum kynhvötum og almennu ofbeldi – allt með hæfilegum skammti af notalegri kaldhæðni.
Ummæli ›

...að Jói Fel sé að dusta rykið af gamlli hugmynd um að opna bakarí í Mosfellsbæ og eru aðrir bakarar í bænum svo skelkaðir að þeir vita vart í hvorn ofninn þeir eiga að setja deigið.
Ummæli ›

...að Nick Griffin, formaður breska Þjóðernisflokksins, sé ekkert ósvipaður Sigmundi Davíð í útliti - einhver svipur.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. SALA Á SÉÐ OG HEYRT ÞREFALDAST: Sala á tímaritinu Séð og Heyrt hefur þrefaldast á skömmum tíma og þykir undravert. Nýr ritstjóri ...
 2. Best varðveitta leyndarmálið í Biskupstungum er staður hinna frægu og ríku í Úthlíð: Myndir af lúxusstað Jóa í Múlakaffi í Úthlíð í Biskupstungum hafa ekki áður birst en þær gera þa...
 3. HÉRNA BÝR SKATTAKÓNGURINN 2014: Hrefnugata 5 í Norðurmýrinni lætur ekki mikið yfir sér en hérna býr skattakóngur ársins, Jón A Á...
 4. Dorrit Moussaieff umdeildri veislu hjá Tony Blair á föstudagskvöldið: Beskir fjölmiðlar loga í dag vegna frétta af afmælisveislu sem Tony Blair, fyrrum forsætisráðher...
 5. KAUPÞINGSSTJÓRI Í FÍNU FORMI: Magnús Guðmundsson, fyrrum yfirmaður Kaupþings í Lúxemborg, er í fínu formi eins og sjá má á evr...

SAGT ER...

...að margt eldra fólk kvarti yfir því að engir bekkir séu í Bankastræti til að tylla sér á og kasta mæðinni á leið upp brekkuna sem getur verið stíf fyrir hjartveika. Eina leiðin sé að setjast á múrverkskant giðingarinnar um Stjórnarráðið en þá er erfitt að standa upp. Tveir bekkir eru reyndar neðst í Bankastrætinu við Bernhöftstorfuna en þeir standa hlið við hlið.
Ummæli ›

...að nokkrir af vinsælustu vefmiðlum landsins í jaðarkantinum hyggi á samvinnu um auglýsingasölu og markaðssetningu undir nafninu 366 miðlar.
Ummæli ›

...að tekjublað DV sýnir betur en margt annað hvernig íslenskt samfélag er límt saman á lyginni.
Ummæli ›

...að Kristín sé klár - Kristín Þorsteinsdóttir nýr útgefandi hjá 365 miðlum sem þar ræður nú öllu. Hún og Vilmundur heitinn Gylfason eru systrabörn og tengdafaðir hennar alþingismaður Framsóknarflokksins um árabil, góðvinur Steingríms Hermannssonar og sýslumaður í Reykjavík, Jón Skaftason, faðir Skafta Jónssonar sem verið hefur í utanríkisþjónutunni með aðsetur í Washington en hjónin Kristín og Skafti komust heldur betur í fréttirnar þegar búslóð þeirra skemmdist í gámi í flutningunum vestur um haf og þar á meðal fjöldi rándýrra samtímalistaverka en fyrir það ferðalag hafði Kristín verið upplýsingastjóri Jóns Ásgeirs og Baugs og þekkti þar vel til því mágur hennar, Gestur Jónsson, bróðir Skafta eiginmanns hennar, hefur verið helsti verjandi Baugsmanna í áratug í löngum málaferlum sem enn sér vart fyrir endann á. Mestu skiptir þó að Kristín er klár, velviljuð, góðhjörtuð og greind - með tilkomu hennar inn á gólf fjölmiðlasamsteypu 365 miðla hækkar greindarvísitalan þar umtalsvert sem hlýtur að vita á gott til framtíðar.
Ummæli ›

Meira...