Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

ELLERT SCHRAM Í KVIKMYNDABRANSANUM?

Lesa frétt ›HÁSKÓLASJÚKRAHÚS Í LAUGARNESIÐ

Lesa frétt ›GULLSANDUR – MUST SEE!

Lesa frétt ›ÓTRÚLEGA LÁGT FARGJALD TIL HAWAII

Lesa frétt ›RADIO ICELAND – NÝTT!

Lesa frétt ›HOLÓTTAR GÖTUR LOFSUNGNAR

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að fyrsta bókauppboð ársins fari nú fram á vefnum Uppbod.is en Gallerí Fold og Bókin ehf Klapparstíg 25-27 standa sameiginlega að því. Boðnar eru upp um 130 bækur að þessu sinni og kennir þar ýmissa grasa. Gott úrval er af myndlistarbókum á uppboðinu, m.a. gömlu myndlistarbókunum um Kjarval, Jón Stefánsson og Jón Þorleifsson. Þá eru góð eintök af fallegu bókunum sem Franz Ponzi tók saman, Ísland á nítjándu öld og Ísland á átjandu öld á uppboðinu en báðar bækurnar prýða mikill fjöldi einstakra samtímamynda. Báðar bækurnar hafa verið ófáanlegar um langt skeið. Bækurnar á bókauppboðinu eru margar bundnar inn af íslenskum bókbandsmeisturum. Uppboðinu lýkur 3. maí.  
Ummæli ›

...að jólaljósin séu enn uppi hjá Magnúsi Scheving í Latabæ - Latibær?
Ummæli ›

...að Sigurður Örn Brynjólfsson skopmyndateiknari í Tallin í Eistlandi sendi myndskeyti:  Geir Hallgrímsson var ekki hræddur við bandaríska fánan líkt og þingmenn Sjálfstæðisflokksins í dag. (Geir Hallgrímsson var formaður Sjálfstæðisflokksins, borgarstjóri, forsætisráðherra og seðlabankastjóri eins og svo margir sem á eftir fylgdu - frábær náungi reyndar).  
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. SÉRSVEITIN HJÁ SIGMUNDI:   Sérsveitin var til taks þegar forsætisráðherra hélt upp á fertugsafmæli sitt í Listasafni Í...
 2. KATRÍN KVARTAR – VAR SJÁLF Í AFMÆLINU: Katrín Jakobsdóttir formaður Vinstri grænna kvartaði sáran yfir því á Alþingi í dag að forsætisr...
 3. ÓTRÚLEGA LÁGT FARGJALD TIL HAWAII: Ferðasjúkur ferðarýnir sendir skeyti: --- Það er góð og gild ástæða fyrir því hvers vegna ...
 4. FJÁRFESTING ÁRSINS Á UPPBOÐI: Vefuppboð verður haldið á verkum Þórarins B. Þorlákssonar dagana 18. – 29. apríl n.k. Alls verða...
 5. GULLSANDUR – MUST SEE!: Þeir voru ánægðir bíógestirnir sem gengu út úr Regnboganum á Hverfisgötu síðdegis á laugardag ef...

SAGT ER...

...að vinnudagurinn hjá Telmu Tómasson sé langur hjá 365 miðlum. Hún er mætt í morgunútvarp Bylgjunnar klukkan 6:30 til að leysa Heimi Karlsson af og tólf tímum síðar les hún kvöldfréttir Stöðvar 2.
Ummæli ›

...að dægurstjarnan Lára Björg Björnsdóttir hafi litað hár sitt dökkt líkt og Robin Wright í hlutverki forsetafrúar Bandaríkjanna í House Of Cards en báðar voru þær Robin og Lára Björg mjög ljóshærðar áður.
Ummæli ›

...að allir yfirmenn Ríkisútvarpsins fái Morgunblaðið sent heim til sín ókeypis en ekki DV. Mogginn liggur líka frammi í Blóðbankanum en ekki DV. Svo ekki sé minnst á allt stjórnarráðið; sama sagan þar.
Ummæli ›

...að Innrammarinn ehf. hafi opnað útibú að Fjarðargötu 19 í Hafnarfirði. Nýja verslunin er rúmgóð eða um 75 fm og því unnt að bjóða fjölbreytt úrval af tilbúnum römmum, myndaalbúmum og öðru því tengdu. Auk þess mun Innrammarinn bjóða almenna innrömmunarþjónustu á góðu verði sem byggir á fagþekkingu og þar sem aðeins er unnið með efni frá viðurkenndum framleiðendum. Fyrir rekur Innrammarinn ehf. verkstæði að Rauðarárstíg 33 og vefverslun á www.innrammarinn.is. Innrammarinn ehf. er eina rammaverkstæðið á Íslandi sem uppfyllir kröfur "The Fine Art Trade Guild" í Bretlandi sem hefur frá 1910 sett fram alþjóðlega viðurkennda staðla fyrir innrömmunariðnaðinn. Árið 1994 setti gildið fram "The Guild Commended Framer" (GCF) hæfnisvottorðið sem staðal fyrir innrammara og er fagfólk Innrammarans það eina hér á landi sem hafa hlotið þá viðurkenningu. Starfsfólk Innrammarans býður Hafnfirðinga sem aðra velkomna í nýju verslunina.
Ummæli ›

Meira...