Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

TENGDAPABBI BJARNA BEN MEÐ HALLE BERRY Á KAFFIFÉLAGINU

Lesa frétt ›ÁTTRÆÐ FLUGFREYJA

Lesa frétt ›MAGGI SCHEVING OG HREFNA BÚIN AÐ OPNA VEITINGAHÚSIÐ

Lesa frétt ›KAUPFÉLAGSSTJÓRI Á FUNDI DAVÍÐS

Lesa frétt ›RÍKIR ÖRYRKJAR EIGA 700 MILLJÓNIR

Lesa frétt ›NAT PIEPER ELSKAR ÍSLAND

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé eitt flottasta bílnúmerið í bænum en mætti vera á flottari bíll.
Ummæli ›

...að maður verði að spýta í lófana um helgina.
Ummæli ›

...að Jóhanna Sigurðardóttir, fyrrum forsætisráðherra, hafi sjaldan litið betur út og lærdóminn sem af þessari mynd má draga er: Varist pólitík.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. KAUPFÉLAGSSTJÓRI Á FUNDI DAVÍÐS: Það vakti athygli á framboðsfundi Davíðs Oddssonar sem haldinn var á Sauðárkóki að hvorugur bæja...
 2. LOKAÐ Á BAN THAI VEGNA VEIKINDA: Svo óvenjulega vildi til í gærkvöldi að veitingastaðurnn BanThai við Hlemm var lokaður vegna veikind...
 3. HEYRNARLAUS RÚSSNESK KONA NEYDD TIL AÐ SELJA HAPPDRÆTTISMIÐA FYRIR FÉLAG HEYRNARLAUSRA: Heyrnaskert rússnesk kona dvelur nú í Kvennaathvarfinu eftir að yfirvöld hlutuðust til um mál hennar...
 4. ELLÝ OG FREYR SKILIN: "Já, veistu um íbúð," segir dægurstjarnan og vefdrottningin Elly Ármanns spurð um hvort þau Frey...
 5. BECKHAM GAF HEIMILISLAUSUM BÚLLUBORGARA: Breskir fjölmiðlar greina frá því í dag að knattspyrnugoðið David Beckham hafi gefið heimilislau...

SAGT ER...

...að þetta sé líklega vonlausasta sölutilraun ársins: Ég er með sirka 2000 VHS spólur sem ég þarf að losna við, allt orginal spólur. Allskonar góðar myndir; 70', 80', 90' aamerískar, enskar, evrópskar, asískar og hitt og þetta. Sorry engar b-hryllingsmyndir. Eins og sést á myndinni er raðað tvöfalt í hillurnar og þetta eru 4 svona hillur fullar af spólum og hillurnar geta farið með. Hægt er að koma og skoða og velja úr hrúgunni þessvegna. Endilega verið í bandi. Haraldur Sigurjónsson - Költ og gríðarlega undarlegar kvikmyndir.
Ummæli ›

...að með búferlaflutningum Sóleyjar Tómasdóttur borgarfulltrúa til Hollands telji margir reykvískir kjósendur að Icesave sé fullhefnt.
Ummæli ›

...að það séu bara tveir dagar á ári þar sem þú færð engu um ráðið; morgundagurinn og gærdagurinn. (Þýðing á texta á bakpoka túrista í Bankastræti).
Ummæli ›

...að Karl Th. Birgisson sé að koma frá sér bók um forsetakjörið 2012 og hann spyr sjálfur: Er það góð bók? Við vitum það ekki, en Guðni Th. Jóhannesson hefur lesið hana: „Afar fróðleg og skemmtileg bók. Margt kemur á óvart, margt má læra. Skyldulesning fyrir alla með áhuga á embætti forseta Íslands.“ Svanhildur Hólm Valsdóttir líka: „Þetta er ekki flókið. Ef þú hefur áhuga á pólitík, kosningum og fjölmiðlum viltu lesa þessa bók.“ Margrét Tryggvadóttir virðist hafa skemmt sér við lesturinn: „Fróðleg samantekt á viðburðaríkri kosningabaráttu en ekki síður bráðfyndin greining á þeirri innansveitarkróniku sem íslensk stjórnmál verða alltof oft.“ Séra Davíð Þór Jónsson hafði þetta að segja: „Karl segir þannig frá atburðum, sem manni eru í fersku minni, að maður bíður samt með öndina í hálsinum eftir því hvað gerist næst. Mjög góð bók. Verst þó hvað endirinn er sorglegur.“ Hægt er að hjálpa ritstjóranum að koma bókinni úr prentsmiðjunni á þessari síðu á Karolina Fund: https://www.karolinafund.com/project/view/1424
Ummæli ›

Meira...