Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

HOLLYWOODSTJARNA í 66°NORÐUR

Lesa frétt ›NÁTTÚRULEG SUNDLAUG VIÐ GRINDAVÍK

Lesa frétt ›PÚTIN KOMINN

Lesa frétt ›BIRTA LÍF ÓFRÍSK

Lesa frétt ›EYGLÓ Í FORMANNINN

Lesa frétt ›KÁIÐ DATT Í KÓPAVOGI

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að rútufárið í miðbæ Reykjavíkur sé að verða ævintýralegt. Þessi stóra beið eftir þeirri litlu í 30 mínútur með alla umferð stopp fyrir framan Kaffi Reykjavík neðst á Vesturgötu í gær. Litla rútan var frá ferðaþjónustufyrirtækinu Ævintýri ehf. - gott nafn.
Ummæli ›

...að þessi frétt sé úr ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Smartland hefur birt æfingaprógram í heimaleikfimi. Af því tilefni hefur Kalmann oddviti lagt bann við sexi í ruslagámum. Það er sagt verulega "dirty" og hættulega kryddað ef hittt er á þannig gám, að sögn reyndra gámsexlinga. Svo gæti ruslabílinn líka komið á versta tíma.
Ummæli ›

...að Viking Pizza á Selvogsbraut í Þorlákshöfn ætli að vera með lokað 32. júlí. Gott að vita.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. FRÆNDI VIGDÍSAR Í FRAMBOÐ: Framboðsmál Framsóknarflokksins í Reykjavík eru í uppnámi - sjá hér - og Vigdís Hauksdóttir ætlar að...
 2. PÚTIN KOMINN: Fréttaskeyti var að berast: Putin er fyrir austan að veiða. Staðfest. Rímar þetta við frétt s...
 3. SYKURLEYSI SÆLKERANS – BYLTING: "Svona fer sykurleysið með mann," segir sælkerinn, matgæðingurinn og meistarakokkurinn Nanna Rög...
 4. SUMARVEISLA JÓNS ÓLAFS: Athafnamaðurinn Jón Ólafsson hélt sína árlegu sumarveislu á heimlili sínu á Baldursgötu þar sem allt...
 5. SIGGA HLÖ II HAFNAÐ: Sigurður G. Tómasson, ástsæll útvarpsmaður um áratugaskeið, situr í friðsæld á heimili sínu í Mosó o...

SAGT ER...

...að Jón Magnússon lögmaður ætli að reyna fyrir sér í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins. Jón hefur víða komið við í pólitík en athygli vekur að helsti kosningasmali hans er Eiríkur Stefánsson þekktur innhringjandi í Útvarpi Sögu.
Ummæli ›

...að Bjarni Óskarsson veitingamaður sé ekki ánægður með mjólkina frá MS: Hvað er að mjólkinni? Erum alltaf að lenda í því að mjólkin ysti í kaffinu þó að ekki sé komið að síðasta söludegi.
Ummæli ›

...að Pírataforinginn Birgitta Jónsdóttir sé á mikilli siglingu eins og sjá má.
Ummæli ›

...að verktakar séu alveg að taka Hverfisgötuna í nefið. Sterkbyggð steinhús sem staðið hafa við götuna eins lengi og elstu menn muna eru nú sundurtætt líkt og eftir borgarastyrjöld með gapandi gluggatóftir eins og augnstungin. Þarna kemur líklega nýtt hótel.
Ummæli ›

Meira...