Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

BORGARSTJÓRI Á ÓSKOÐUÐUM BÍL

Lesa frétt ›MINI-KJARNORKUVER RÚSTAR DRAUMI UM SÆSTRENG

Lesa frétt ›LÉLEGT SKYGGNI Í GRAFARVOGSLAUG – FÓLK SYNDIR Á BAKKANA

Lesa frétt ›FRANSISCA HEILLAR Á SMÁRATORGI

Lesa frétt ›PRESTUR RANNSAKAR TENGSL HEILASKAÐA OG FRAMSÓKNAR

Lesa frétt ›HÖGNI Í HELJARVINNU

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að þetta sé ágætur félagsskapur síðdegis á fimmtudegi í febrúar.
Ummæli ›

...að konfektkassarnir frá Anthon Berg séu þeir einu þar sem hægt er að velja mola með lokuð augun því molarnir eru allir góðir - en það verður ekki sagt um aðra konfektkassa.
Ummæli ›

...að þetta séu samhent hjón.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. STAL JÓHANN FRÁ BOWIE?: Frá fréttaritara í Hafnarfirði, Svani Má Snorrasyni: --- Jóhann Jóhannsson er tilnefndur til Ósk...
 2. LÉLEGT SKYGGNI Í GRAFARVOGSLAUG – FÓLK SYNDIR Á BAKKANA: Af óútskýrðum ástæðum er vatnið í Grafarvogslaug þannig samansett að sundmen eiga í vandræðum með að...
 3. HAMBORGARAKLÚÐUR FRÉTTABLAÐSINS: Fréttablaðið leitaði um helgina að besta hamborgaranum í bænum og naut aðstoðar fjölda álitsgjafa se...
 4. FRANSISCA HEILLAR Á SMÁRATORGI: Fransisca hefur fyrir löngu heillað viðskiptavini Bónus upp úr skónum þar sem hún stendur við ka...
 5. BORGARSTJÓRI Á ÓSKOÐUÐUM BÍL:   Reykvíkingur skrifar: --- Þetta er mynd af bílnum hans Dags B. Eggertssonar borgarstjóra....

SAGT ER...

...að Þór Jakobsson veðurfræðingur hafi fallist á að taka þátt í vísindarannsókn og segir: Innan skamms ek ég af stað í minnispróf. Féllst á að taka þátt í rannsókn sérfræðinga þar sem bornir verða saman tveir hópar. Annar hefur gleymt mestu af því sem á dagana hefur drifið, en ég verð í samanburðarhópnum, þeim hópnum sem er heill heilsu. Bara að ég gleymi ekki á leiðinni hvert ég á að fara.
Ummæli ›

...að skemmtileg og fróðleg dagskrá fyrir alla fjölskylduna verði á Safnanótt í Listasafni Íslands sem hefst  föstudaginn 5. febrúar kl. 19 og lýkur á miðnætti. Gestir hátíðarinnar eru hvattir til að nýta sér sérstakan Safnanæturstrætó sér að kostnaðarlausu. Vagninn mun ganga á milli allra safna á höfuðborgarsvæðinu og auðveldar þannig gestum að heimsækja söfnin og taka þátt í Safnanæturleiknum. Ókeypis aðgangur fyrir alla!  
Ummæli ›

...að þessi bók eftir Paul Lafargue ætti að vera skyldulesning í menntaskólum. Lífið á ekki að snúast um vinnu og aftur vinnu heldur líka ástir, unað og nautnir - í hæfilegum skömmtum.
Ummæli ›

...að Pósturinn hafi rekið bréfbera í Kópavogi sem fór með póstinn heim til sín í stað þess að dreifa í tilteknar götur sem taldar eru upp. Þarna vantar bara götuna Bréfahvarf...
Ummæli ›

Meira...