Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

SANDHVERFA BETRI EN SJÁLFHVERFA

Lesa frétt ›KRISTINN H. RÁÐINN RITSTJÓRI

Lesa frétt ›VISSIR ÞÚ ÞETTA UM FLUGFARGJÖLD?

Lesa frétt ›SJARMI MIÐBÆJARINS KAFFÆRÐUR

Lesa frétt ›BÍLASTÆÐADÓLGAR HERJA Á HÖRPU

Lesa frétt ›23 KONÍAKSFLÖSKUR TIL SÖLU Á BLAND.IS

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að Lilja D. Alfreðsdóttir, sem fór úr Seðlabankanum til að taka við starfi sem verkefnastjóri á skrifstofu forsætisráðherra, sé dóttir Alfreðs Þorsteinssonar fyrrum borgarfulltrúa Framsóknar og stjórnarformanns Orkuveitunnar - þannig að hún ætti að kunna vel við sig hjá Sigmundi Davíð.
Ummæli ›

...að það sé kominn kaldur pottur í Vesturbæjarlaugina þar sem áður var gamli barnapotturinn - alveg ískaldur enda merktur Cold Tub - og aldrei neinn í honum.
Ummæli ›

...að Reynir Traustason fráfarandi ritstjóri DV fari óþverraorðum um vefsíðuna eirikurjonsson.is í fréttaviðtali í Fréttablaðinu í dag þar sem hann segir vefmiðilinn "verðlaust fyrirbæri" og "dót sem er einskis virði". Hið sanna er að eirikurjonsson.is hefur malað eigendum sínum gull í hálft þriðja ár en sjálfur hefur Reynir verið í mínus frá fæðingu.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. KRISTINN H. RÁÐINN RITSTJÓRI: Kristinn H. Gunnarsson fyrrum alþingismaður hefur verið ráðinn ritstjóri vikublaðsins Vestfirðir...
 2. KJARNINN OG FRÉTTATÍMINN:                   Í umróti íslenskra fjölmiðla síðustu daga hefur orð...
 3. SVALUR SVILI BORGARSTJÓRA: Baldur Kristjánsson er einn besti ljósmyndari landsins og hefur tekið margar af þeim myndum sem áhri...
 4. VISSIR ÞÚ ÞETTA UM FLUGFARGJÖLD?: Vanir ferðalangar vita að flugfélög sem aðeins fljúga hingað til lands yfir sumartímann eru oft ...
 5. HVER ER INGA MAGG?: Hver er þessi Inga Magnusson sem fer svona á kostum í uppistandi í Washington DC? Upplýsingar...

SAGT ER...

...að börn í Fossvoginum séu ánægð með starfsmann í 10-11. Í gær sátu tveir strákar, á að giska níu ára, fyrir utan 10-11 í Grímsbæ og sögðu við gesti og gangandi: "Þetta er besti starfsmaður 10-11 í heimi. Hann gaf okkur einnar krónu afslátt."
Ummæli ›

...að orðið atvinnumaður, sem nær eingöngu er notað um knattspyrnumenn sem leika fyrir föst mánaðarlaun, sé eitt það versta í tungumálinu - segir ekki neitt nema að viðkomandi hafi atvinnu. Orðið vegabréf er hins vegar eitt það besta - svo lýsandi og gegnsætt að jaðrar við töfra.
Ummæli ›

...að Flateyri sé að verða miðja alheims í Reykjavík vegna þess að eftir nokkra daga verður kvikmyndin París norðursins frumsýnd en hún er einmitt tekin upp á Flateyri þaðan sem Ólafur M. Magnússon, fyrrum stjórnarformaður DV, er en hann heldur upp á sextugsafmælið sitt um helgina á meðan Bjössi í World Class og Reynir Traustason slást eins og hundar um DV en þeir eru báðir frá Flateyri líkt og Björn Ingi Hrafnsson sem stendur á hliðarlínunni og fylgist með.
Ummæli ›

...að visir.is sé allur orðinn ferskari í myndskreytingum og framsetningu eftir að nýr yfirmaður tók við eins og sjá má af myndum af innanríksráðherra með skýringatextum og líka í frétt um að aftur sé hægt að fá Coca Cola í Þjóðleikhúsinu.
Ummæli ›

Meira...