Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

BUBBI Á SPÍTALA

Lesa frétt ›INGI FREYR ÁFRAM Á DV

Lesa frétt ›MIÐALDRA LEIKKONUR BLÓMSTRA

Lesa frétt ›BJÖRN ER ÓDREPANDI

Lesa frétt ›TROMMULEIKUR Á SUNNUDEGI

Lesa frétt ›VONARSTRÆTI FÆR 9 AF 10 STJÖRNUM

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að kvikmyndin Vonarstræti fái lofsamlega dóma á kvikmyndavefnum Variety: Good-looking widescreen visuals by talented lenser Johann Mani Johannsson create the feeling of perpetual scrutiny that goes with the expression “living in a fishbowl.” The fading light and wet weather of an autumnal Reykjavik, where people try to stay cozy indoors, makes a nice contrast to the Florida scenes. Smart costumes and production design signal a wealth of information about the characters. Smellið hér.
Ummæli ›

...að tímamót verði í íslenskri fjölmiðlasögu á morgun þegar Séð og Heyrt kynnir nýjan, sjálfstæðan vefmiðil sedogheyrt.is
Ummæli ›

...að Carlos Ruiz Zafón hljóti að vera einn mesti rithöfundur samtímans - lesið bara Fanga himinsins.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. INGI FREYR ÁFRAM Á DV: "Ég verð áfram," segir Ingi Freyr Vilhjálmsson, ein helsta skrautfjöður DV í rannsóknarblaðamenn...
 2. SNÆVARR RÆÐST Á SIGURÐ G.: Einar Kárason rithöfundur hefur lýst áhyggjum sínum af því að Sigurður G. Guðjónsson hæstaréttar...
 3. HÚSVÖRÐUR BJARGAR STEFÁNI: Lífskúnstnerinn Stefán Pálsson er ánægður með húsvörðinn í Ráðhúsi Reykjavíkur. Svo illa vild...
 4. BJÖRN ER ÓDREPANDI: Það er lítil vandi að vera duglegur í viku en að starfa látlaust öll kvöld og helgar í leit að r...
 5. BANDARÍSKIR BLAÐAMENN MEÐ 150 MILLJÓNIR TIL REYKJAVÍKUR: Fyrir tilstuðlan Meet in Reykjavík og ráðstefnudeildar Iceland Travel verður haldin ráðstefna á ...

SAGT ER...

...að útvarpsþulurinn Jón Múli hafi kunnað manna best að kynna síðasta lag fyrir fréttir í Ríkisútvarpinu. Nú er Jón Múli farinn, síðasta lagið líka - og kannski fréttirnar næst?
Ummæli ›

...að Jón Óttar Ragnarsson, stofnandi Stöðvar 2, sé töff í kynningarmyndbandi um nýja sjónvarpssseríu sína, Dulda Íslands sem sýnd verður á gamla heimilinu, Stöð 2.
Ummæli ›

...að sumir alþingismenn ættu að taka til heima hjá sér áður en þeir reyna að taka til í samfélaginu.
Ummæli ›

...að bæjarstjórinn á Akureyri hafi ráðið Katrínu Björgu Ríkarðsdóttur sem aðstoðarmann sinn en Katrín hefur starfað hjá Akureyrarbæ frá árinu 2003, fyrst sem jafnréttisráðgjafi og sem framkvæmdastjóri samfélags– og mannréttindadeildar frá stofnun hennar árið 2006. Katrín Björg er með BA próf í sagnfræði frá Háskóla Íslands og M.Ed. gráðu í menntunarfræðum frá Háskólanum á Akureyri. Eiríkur Björn Björgvinsson bæjarstjóri segir að með ráðningu Katrínar Bjargar sé ætlunin að auðvelda bæjarstjóra að vera sýnilegri og að hann geti einbeitt sér enn betur að málum sem vinna þarf framgang innan stjórnkerfisins, fylgja þeim eftir á landsvísu og gagnvart ríkisvaldinu.
Ummæli ›

Meira...