Forsíða      Fréttir      Sagt er...      Sóknargjöld / Framlög

HÁRSTRÍÐ VIÐ HLEMM

Bartskerinn við Hlemm hefur áhyggjur af því að Tyrki sé farinn að klippa á hárgreiðslustofunni Hársport handan götunnar en hárskerinn á Hárhorninu þar rétt fyrir meðan kærir sig kollóttan.

Við Hlemm hagar því þannig til að þrjár hársnyrtistofur eru svo gott sem á sama blettinum en lengst hefur þar verið Bartskerinn, eilítið við aldur, en fylgist samt með.

Telur hann að Tyrkinn, sem byrjaður er á klippa beint á móti sér á Hársporti, endurspegli þá þróun sem orðið hefur í mörgum Evrópulöndum þar sem Tyrkir hafa eignast og langt undir sig allar rakarastofur.

Í samtali vildi Tyrkinn á hárgreiðslustofunni Hársporti ekki tjá sig en Bartskerann grunar að hann sé vélvirki.

Hárskerinn á Hárhorninu – þriðji aðili málsins – kærir sig kollótan sem fyrr sagði og reytir ekki hár sitt vegna þessa.

Fara til baka


Comments

 1. Er nú tyrkjagudda farin að làta þà vinna líka :)

 2. Tyrkir eru ljómandi klipparar, en enn betri rakarar og snyrta hárvöxt á nefi, augnabrúnum og eyrum í forbifarten, fögnum tyrkja í hár-lausnum!

  1. Konan sem klippir mig í Skeifunni í Reykjavík veitir sömu þjónustu

  2. Samala Tyrkir eru frabærir i harlausnum

LOST Á LAUGAVEGI

Lesa frétt ›ÁÐUR ÓÞEKKTUR SÝKILL Í LAMBAKJÖTI

Lesa frétt ›BRÚÐARKJÓLL BÆJARSTJÓRANS

Lesa frétt ›HELGI AF LEIKVELLI Á 82. MÍNÚTU

Lesa frétt ›Í SAMFÖRUM VIÐ EINSEMDINA

Lesa frétt ›KOKKARNIR Á GOÐAFOSSI Í NEW YORK

Lesa frétt ›


SAGT ER...

...að eðalsöngkonan Diddú hafi slakað á með bók á Panoramabarnum í Leifsstöð í stað bjórs - eins og hinir.
Ummæli ›

...að þessi frétt hafi birst í ársfjórðungsritinu Hrepparígi: Kalman oddviti varð að hækka kaupið hjá Vermóði á Endajaxli, einkabílstjóra sínum, en hann vildi ólmur sækja um á Jafnréttisstofu, sérstaklega eftir að hann las að  Stofan væri mannsvelt. Bjössi á mjólkurbílnum segist geta stýrt Stofunni með annri hendi, en hann er alltaf með hina  á "stýrinu", þó hann sé kominn á eftirlaun. Uppáhaldslagið hans við stýrið er "Stína, ó Stína..." - með Hauki frænda.
Ummæli ›

...að Kristján Jóhannsson tenórsöngvari sé farinn að auglýsa gleraugu fyrir verslunina Sjáðu á Hverfisgötu og þau klæða hann vel - 66 ára.
Ummæli ›

Meira...

Vinsælast

 1. SVEINN LEGGUR ÁFRAM Í TVÖ STÆÐI:   Póstur úr umferðinni: --- Sveinn Elías Elíasson, sem komst í ítrekað í fréttirnar fyi...
 2. GÍSLI MARTEINN SELUR BÍLINN SINN: Gísli Marteinn Baldursson, stjórnmála - og fjölmiðlamaður, ætlar að selja bílinn sinn. Frabær...
 3. TVÆR VILLUR Í SÉÐ OG HEYRT: Tveir villur slæddust inn í nýjasta tölublað Séð og Heyrt. Í myndatextum í grein um sextugsaf...
 4. Í SAMFÖRUM VIÐ EINSEMDINA:   Verði ferðalangar einmanna í Kaupmannahöfn er ráðið þetta:   Farið í Brolæggerstræde ...
 5. VÍNKYNNING Í FRÍHÖFNINNI: "Við erum bæði með átta og tólf ára viskí," sagði stúlkan og hellti ótt og títt í glös fyrir fer...

SAGT ER...

...að Runólfur Ingi Ólafsson og Sússa hafi farið út að borða í gær til að halda upp á áttræðisafmæli pabba síns hefði hann lifað.
Ummæli ›

...að Sjósunds- og sjóbaðsfélag Reykjavíkur, Sjór, efni til hins árlega Viðeyjarsunds föstudaginn 22. ágúst. Lagt verður af stað kl. 17:30 frá Skarfakletti við Sundahöfn. Skráning hefst á sundstað kl. 17:00. Sundið kostar 2.000 krónur en frítt er fyrir félagsmenn. Hægt er að skrá sig í félagið á staðnum.  Til Viðeyjar frá Skarfkletti eru 910 m. Sundfólk getur valið milli þess að synda aðra leiðina eða báðar. Öryggi keppenda verður í fyrirrúmi og gæslubátar, kayakar og vanir sjósundsmenn fylgja sundfólkinu.  Þátttakendur eru þó á eigin ábyrgð. Aðspurð segir Ragnheiður Valgarðsdóttir, formaður Sjór, að búast megi við að rúmlega 100 manns taki þátt. „Þetta er Reykjavíkurmaraþon okkar sjósundsfólks og mikil stemming er í sundinu enda sjósyndarar mjög glaðlynt fólk. Það er gaman að synda út í Viðey og ekki skemmir fyrir að geta bætt sundinu á afrekalistann sinn.“  Veðurspáin er ágæt og má reikna með að sjávarhiti verði í kringum 12°C. Sundfólki er bent á að hafa eitthvað heitt að drekka meðferðis og hlý föt til að klæðast þegar sundinu lýkur. Þátttakendum er svo boðið í Laugardalslaug að sundi loknu.  
Ummæli ›

...að Ólafur Stephensen ritstjóri vilji ekki hafa fréttir af hjónaskilnuðum í Fréttablaðinu.
Ummæli ›

...að sjónvarpskonan Vera Sölvadóttir hafi verið valin til þátttöku á TIFF Talent Lab með verkefni sitt í þróun, Veislu.Veisla byggir á smásögu Svövu Jakobsdóttur frá 1967, Veisla undir grjótveggVeisla verður framleidd af Guðrúnu Eddu Þórhannesdóttur fyrir hönd Tvíeykis. Á TIFF Talent Lab leiða stór nöfn úr kvikmyndabransanum umræður um ýmsa þætti kvikmyndagerðar en allt fer þetta fram á kvikmyndahátíðinni í Toronto í Kanada snemma í næsta mánuði en hátíðin er sú stærsta í kvikmyndageiranum í Norður-Ameríku.  
Ummæli ›

Meira...