HARMSAGA PÍRATA Í HAFNARFIRÐI

    “Ég var að horfa á þátt þar sem kennari hótaði nemanda sínum og varð hugsað til þess hvernig kennarar á minni skólagöngu hafa verið eins mismunandi og þeir voru margir,” segir Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir oddviti Pírata í bæjarstjórn Hafnarfjarðar. Og hefst þá lesturinn:

    “Minnisstæðustu kennarar eru umsjónarkennari 1.-4.b sem reif mig upp á hnakkahàrunum eftir að ég sofnaði í tima. Dönskukennarinn í Iðnskólanum sem felldi mig í munnlega prófinu í dönsku eftir að ég sagði við hann á dönsku að ég þurfti ekki að sanna mig í dönsku. Enda danska fyrsta tungumálið mitt. Liffræðikennarinn sem felldi mig í líffræði í FÁ því ég neitaði að kryfja rottu í verklegum tíma og sagði mig dramatíska og uppreisnargjarna. Skólastjórinn á Laugum sem rak mig úr skólanum þar sem ég hafði skrópað mikið en var mjög þunglynd og hann tilkynnti mömmu minni það fyrst símleiðis en ég var 18 og lögráða og fékk enga ráðgjöf né hjálp. Kennarastettin er mjög mikilvæg stétt en þessar reynslur mínar höfðu alla tíð áhrif á sjálfstraust mitt í námi og fór í gegnum námið heyrnarskert, með óhreint ADHD og þunglyndi.”

    Auglýsing