HARALDUR HINDRAÐUR AF HEILBRIGÐISEFTIRLITI

  "Samþykkt að gefa neikvæða umsögn þar sem umsögn byggingarfulltrúa er neikvæð með vísan til 14. gr. reglugerðar um hollustuhætti."

  Haraldur Þorleifsson athafnamaður og skattgreiðandi er í óða önn að gera klárt fyrir opnun nýs veitingastaðar á Tryggvagötuhorninu í Reykjavík sem hann nefnir eftir móður sinni, Önnu Jónu. En þá leggur kerfið stein í götu hans með neikvæðri umsögn:

  Lagt fram erindi skrifstofu borgarstjórnar, dags. 13. desember 2022, vegna bréfs sýslumanns dags. 13. desember 2022, þar sem óskað er umsagnar um umsókn Önnu Jónu  veitingahúss ehf., kt. 6408222010 um rekstrarleyfi fyrir veitingastað í flokki II, tegund; veitingahús (Anna Jóna) að Tryggvagötu 11. Samþykkt að gefa neikvæða umsögn þar sem umsögn byggingarfulltrúa er neikvæð
  með vísan til 14. gr. reglugerðar um hollustuhætti.”

  Sjá tengda frétt.

  Auglýsing