HANNES HÓLMSTEINN Á 350 FERMETRA PENTHOUSE Í RIO DE JANEIRO

    Glæsileg stofan hjá Hannesi Hólmsteini í Ríó.

    “Hannes Hólmsteinn Gissurarson bauð í drykk í stórglæsilegri íbúð sinni á Avenida Barato Ribeira í Copacabana. Það gerir hann gjarnan ef hann veit af Íslendingum í borginni,” segir Guðjón Guðmundsson blaðamaður sem er á ferð í Rio de Janeiro í Brasilíu.

    Guðjón skellti í eina selfí heima hjá Hannesi Hólmsteini í Cobacabana.

    “Þótt afstaða okkar Hannesar til flestra mála sé eins ólík og hugsast getur áttum við einstaklega skemmtilegt kvöld með Jóhönnu Ingvarsdóttur, starfssystur af Mogga frá því í den. HHG er höfðingi heim að sækja. Hann á þarna 350 fermetra íbúð á tveimur efstu hæðunum á besta stað í bænum og 24 tíma varsla er við aðalinnganginn á jarðhæð. Þarna hefur fræðimaðurinn vetursetu og er nú að skrifa skýrslu um loftslagsmál sem kostuð er af ESB. Við enduðum svo í léttum kvöldverði áður en leiðir skildu.”

    Auglýsing