HANNA FER RANGSÆLIS KRINGUM ÍSLAND

Laugardaginn 15. október kl. 14 til 18 opnar Hanna Þóra sína fyrstu einkasýningu í Listhúsi Ófeigs, Skólavörðustíg 5, 101 Reykjavík. Sýningin ber heitið Eyjar. Sýningin stendur yfir til 9. nóvember og er opin alla virka daga frá kl. 10 – 18 og laugardaga kl. 11 – 16. 

Í málverkum Hönnu Þóru er viðfangsefnið íslensk náttúra í bland við abstrakt en þau eru öll unnin með olíu og köldu vaxi á krossviðarplötur. Á sýningunni Eyjar er boðið upp á örstutt ferðalag hringinn í kringum Ísland … rangsælis með nokkrum stoppum.

Þetta er fyrsta einkasýning Hönnu Þóru en hún hefur áður tekið þátt í samsýningum. Hún hefur verið með vinnustofu og gallerí í Hólshrauni í Hafnarfirði frá árinu 2019. Nánari upplýsingar um Hönnu Þóru má finna á www.hanna.is eða www.galleriholshraun.is

Auglýsing