HÁLSMEN ÚR SÖRU STAL SENUNNI

    Sjónvarpsfréttakonan María Sigrún Hilmarsdóttir skartaði áberandi fallegu hálsmeni í tíufréttum Ríkissjónvarpsins í gærkvöldi líkt og væri úr fórum Díönu prinsessu og tók það athygli frá öðrum fréttum.

    En ekki er allt sem sýnist. Hálsmenið var keypt í tískuversluninni Söru í Kringlunni og kostaði ekki nema rétt rúmlega fimm þúsund krónur. Á hálsi Maríu Sigrúnar virtist það margfalt dýrara.

    Búast má við að María Sigrún hverfi af skjánum hvað úr hverju því hún er ófrísk, komin sex mánuði á leið af sínu þriðja barni.

     

    Auglýsing