HALLE BERRY KEYPTI MYND AF DAÐA GUÐBJÖRNS

  “Verðið er trúnaðarmál,” segir listmálarinnn Daði Guðbjörnsson sem fyrir skemmstu seldi stjórstjörnunni Halle Berry mynd eftir skemmtilegan göngutúr um miðbæ Reykjavíkur þar sem Halle naut leiðsagnar Daða.

  “Ég hef tekið að mér leiðsögn fyrir útlendinga um Reykjavík og Halle var einn af viðskiptavinunum. Við byrjuðum upp á Skólavörðuholti, gengum í gegnum miðbæinn og enduðum heima hjá mér á vinnustofunni á Nýlendugötu sem hún endilega vildi sjá. Og, já – hún keypti stóra mynd – Hekla heitir hún,” segir Daði sem að vonum var himinlifandi með viðskiptin og ekki síður þeirrar ánægju sem viðkynnin við Halle voru.

  “Hún var með manni og börnum en frekari deili veit ég ekki á þeim,” segir Daði sem er ekki að hnýsast í einkalíf kúnnanna sem og rétt er.

  En myndina seldi hann. Það var göngutúrsins virði.

  Hér er hún – Hekla eftir Daða Guðbjörnsson – nú heima hjá Halle Berry:

  Auglýsing