HÁLFUR MILLJARÐUR Í SKÍÐASVÆÐI

    Samtök Sveitarfélaga  á höfuðborgarsvæðinu hafa sent öllum sveitarfélögum sem eiga aðild að skiðasvæðunum á höfuðborgarsvæðinu bréf um framkvæmdir sem fyrirhugaðar eru næsta 5 árum. Um er að ræða framkvæmdir upp á 415 milljónir.

    Á þessu ári verður meðal annars 75 milljónum varið í að koma snjóframleiðslu í gang og byrjað á Gosanum. Árið 2020 verður Gosinn tekinn í notkun og byrjað á stólalyftu í Skálafelli það mun kosta um 75 milljónir. Árið 2021 verður stólalyftan í Skálfelli tekinn í notkun og byrjað á snjóframleiðslu það kostar 75 milljónir. Árið 2022 verður byrjað á nýrri Drottningu og yfirbyggðu töfrateppi í Bláfjöllum sem mun kosta 75 milljónir. Árið 2023 verður Drottningin tekin í notkun, lyfta í Kerlingardal og byrjað á stólalyftu í Eldborg, þar eru einnig 75 milljónir.

    Nánar er hægt að lesa um framkvæmdirnar hér.

    Auglýsing