HÆTTULEGT HUNDAFÓÐUR

  Berglind veit allt um hunda og hundafóður líka.

  Internetið logar nú vegna hundafóðurs sem þar er boðið til sölu á góðu verði; 15 kíló á 1.459 krónur. Heitir það Irish Rover og er með kjúklingi á grænmeti samkvæmt innihaldslýsingu.

  Berglind Guðbrandsdóttir hundaþjálfari og hundaatferlisfræðingur í Hundasetrinu vinnur á dýraspítala og þekkir því til: “Ég get sko sagt að þið sparið ekki til lengri tíma að hafa þá á þessu því þeir enda dauðveikir. Hundar þurfa næringarríkan mat rétt eins og við.”

  Kristjana Knudsen tekur undir: Þið sjáið bara myndina af hundinum á fóðurpokanun. Honum líður ekki vel. Soldið eins og hann sé að drepast bara.”

  Og Kristinn Gunnarsson: Hundurinn minn fékk sýkingu eftir þetta fóður og ég þurfti að senda hann í sveitina.”

  Auglýsing