HÆTTULEGASTA PAR Á ÍSLANDI

  “Ansi er hún pínleg þessi sífellda aðför að Gunnari Smára Egilssyni og núna konu hans Öldu Lóu. (Agnes Bragadóttir, dregin upp úr hnífaskúffunni, til hátíðarbrigða, hahahahaha.),” segir Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir leikkona og heldur áfaram:

  Steinunn Ólína

  “Það má einu gilda hvað fólki finnst um Gunnar Smára og feril hans til þessa. Gunnar Smári er ekkert venjulegur maður. Hann er ekkert fullkominn maður frekar en við hin en hann er einhver skýrasti samfélagsrýnir okkar tíma og sennilega færasti blaðamaður sem við eigum. Hann er frjáls og á sig sjálfur sem er meira en hægt er að segja um marga aðra blaða/fréttamenn á landinu. Slíkt frelsi er greinilega dýru verði keypt. Fuss.

  Ég fullyrði að enginn hefur beint sjónum að kjörum hinna verst settu eins og Gunnar Smári Egilsson og Sósíalistaflokkurinn síðustu misseri og eflingarsögur Öldu Lóu varpa ljósi á Ísland og stöðu verkafólks sem mörgum er hulin og enn fleirum annt um að sé áfram í felum. Láglaunafólk á Íslandi á sér enga málsvara sambærilega. Enga.

  Ég held að það sé ljóst að Gunnar Smári Egilsson og Alda Lóa Leifsdóttir eru hættulegasta par á Íslandi og vil hér með óska þeim til hamingju með það! Styð þau og baráttu þeirra alla leið.”

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinSAGT ER…
  Næsta greinDR. GUNNI (53)