HÆTTULEG BRÚ YFIR ELLIÐAÁR

  Kathleen Anna Guðmundsson og ófærar brúartröppurnar.
  Er ekki tími til kominn að gera við gömlu göngubrúna yfir Elliðaár? Þetta er hættulegt að fara upp og niður tröppurnar,” segir Kathleen Anna Guðmundsson sem á bágt með að fóta sig þarna í tröppunum. Fleiri taka undir:

  Þorsteinn Yngvi Jónsson: “Setja nýja brú fyrir neðan þessa sem hentar hjólandi og gangandi en halda samt upp á þessa. En veiðimenn verða örugglega brjálaðir ef það kemur ný brú yfir veiðistaðinn.”

  Sigurður Georgsson: “Þeim finnst óþarfi að eyða pening í svona, en ef þarna væru bílastæði myndu þeir koma strax og setja blómaker á þau svo enginn geti lagt.”

  Ásgrímur Guðmundsson: “Það er rétt að benda á að borgarstjóri er læknismenntaður en ekki múrari.”

  Guðmundur Jónsson: “Þessar tröppur og stíflan í Árbæ eru eign Orkuveitunnar sem eiga að sjá sóma sinn með betra viðhald.”

  Úr hugmyndasafni Reykjavíkur um betri borg: “Gera nýja göngubrú yfir Elliðaá við Breiðholtsbraut þannig að gangandi og hjólandi vegfarendur eigi greiða leið frá Árbæ/Norðlingaholti í Breiðholt og Kópavog. Þessi gamla brú sem er til staðar er handónýt og algjört lýti fyrir þennan fallega dal.”
  Auglýsing