HÆTTIR KRISTJÁN MEÐ SÆNSKA LANDSLIÐIÐ?

  Kristján með sínum mönnum.

  Óljóst er hvort Kristján Andrésson muni stýra sænska handboltalandsliðinu fram yfir Ólympíuleikana í Tokyo árið 2020 en hann er með samning þar um.

  Kristján tekur við Rhein Neckar Löven í Þýskalandi í sumar og eru uppi raddir um að þá verði að skipta um landsliðsþjálfara. Kristján vildi ekki tjá sig við sænska Aftonbladet um þetta.

  Sænska handboltalandsliðið á að taka þátt í undarkeppni Ólympíuleikana í apríl  næstkomandi og undankeppni HM 2021 í júní.

  Auglýsing
  Deila
  Fyrri greinJAMES DEAN (88)
  Næsta greinSAGT ER…