HÆSTIRÉTTUR HUNSAR HÆSTARÉTTARLÖGMENN Á HÁTÍÐARFUNDI

    Vettvangur dagsins; Hæstiréttur og Þjóðleikhúsið.

    Hæstiréttur heldur upp á hundrað ára afmæli í dag með hátíðarfundi í Þjóleikhúsinu. Aðeins boðsgestir velkomnir. Hæstaréttarlögmönnum þykir rétturinn sýna starfi þeirra litla virðingu. Þannig er langreyndum hæstaréttarlögmönnum ekki boðið. Nefna má Jónas Aðalsteinsson sem flutt hefur mál fyrir réttinum í fimmtíu ár, hálfa ævi Hæstaréttar sjálfs. Hins vegar er helftinni af stjórnsýslunni boðið, embættismönnum út og suður, sýslumönnum og lögreglustjórum, ráðuneytisfólki, biskupum og bændaforingjum.

    Auglýsing