HÆGFARA DAUÐI ATVINNULÍFSINS

  Tveggja metra reglan heitir þessi mynd Steina pípara.

  Steini pípari sendir myndskeyti:

  Steini pípari

  Þeir voru kallaðir Kóvidar, mennirnir sem héldu því fram að nýjasta kórónuveiran smitaðist mikið í lofti og því væri almenn grímunotkun nauðsynleg. Nú hefur þríeykið viðurkennt það og nú eiga menn að vera með grímur „þegar eins metra reglunni verður ekki viðkomið.“ Enn  finnst Kóvidum ekki nógu varlega farið. Komið hefur fram að samkvæmt rannsóknum dugar 1 metri ekki til að koma í veg fyrir smit. Sóttvarnarlæknir segir að metrinn minnki að vísu líkurnar en það er ekki nóg.

  Við getum reiknað þetta dæmi fram og til baka. Sóttvarnarlæknir vill raska sem minnst daglegu lífi. Ef það er gert lengir það tímann sem tekur að kveða óvættinn niður. Ef við náum að kveða hann niður fljótt opnast ýmis tækifæri sem eru vel þess virði. Ég er sannfærður um það að almenningur væri viljugri til að taka þátt í mjög ströngum aðgerðum ef það sæi til sólar að þeim loknum. Í staðinn verður lífið í dauðateygjum fram á mitt næsta ár.  Er hægfara dauði atvinnulífsins besta leiðin?

  Auglýsing